5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Kæra Samherja tekin til umfjöllunar

Skyldulesning

Ellefu fréttamenn RÚV voru kærðir til siðanefndar miðilsins.

Ellefu fréttamenn RÚV voru kærðir til siðanefndar miðilsins.

mbl.is/Eggert

Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur komið saman og tekið til umfjöllunar kæru frá Samherja, varðandi meint brot ellefu fréttamanna miðilsins á siðareglum RÚV.

Þetta kemur fram í svari Gunnars Þórs Péturssonar, formanns nefndarinnar, við fyrirspurn mbl.is.

Siðanefnd RÚV var skipuð af Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra í haust en ný nefnd hafði ekki verið skipuð síðan fyrri nefnd lét af störfum í fyrra. 

Kemur fram í svari Gunnars að siðanefndin hafi komið saman og að kæran sé til meðferðar. Á meðan málsmeðferðin sé í gangi tjái nefndin sig ekki um málið frekar, eðli málsins samkvæmt. 

Það var í september síðastliðinn sem lögmaður Sam­herja lagði fram kæru fyr­ir siðanefnd Rík­is­út­varps­ins á hend­ur ell­efu nafn­greind­um frétta- og dag­skrár­gerðarmönn­um vegna meintr­ar þátt­töku þeirra í þjóðfé­lags­um­ræðu um mál­efni Sam­herja á sam­fé­lags­miðlum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir