2 C
Grindavik
7. maí, 2021

Kæri Pútín

Skyldulesning

27.3.2021 | 10:41

Kæri Pútín

Heilbrigðisráðherra hefur biðlað til Pútíns um að Rússar selji okkur rússneska bóluefnið Spútnik V. Með því er raungerð viðurkenning á, að samflot með Evrópusambandinu varðandi bóluefni,hafi verið mistök. 

Betra væri að heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin hefði séð ljósið fyrr og leitað strax eftir samningi við Rússa þegar fyrir lá, að Spútnik V er eitt besta ef ekki besta bóluefnið á markaðnum. Evrópusambandsglýja ráðamanna kom í veg fyrir það. 

Nú þegar biðlað er til Pútín um að sjá aumur á okkur, þá væri e.t.v. rétt, að við hættum um leið samfloti með Evrópusambandinu um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. 

Samstarf Íslands og Rússlands hafa verið góð og arðsöm fyrir Íslendinga. Gönuhlaup Gunnars Bragi Sveinssonar, sem anaði út í að setja viðskiptabann á Rússland, veldur tugum milljarða tjóni fyrir íslenska frameleiðendur á ári hverju og þessi maður er enn þingmaður og ekkert hefur verið gert í að víkja frá þessu rugli. Ísland í dag er furðufyrirbæri að þessu leyti.

Fyrst ríkisstjórnin fer nú bónarveg að Pútín í bóluefnismálum, er þá ekki rétt, að hún tilkynni nú þegar, að fallið sé frá öllum hömlum á viðskipti við Rússa og harmað, að Ísland skyldi hafa anað út í það fen með Evrópusambandinu.

Af hverju ættu Rússar að láta okkur hafa bóluefni þegar við erum á sama tíma að fjandskapast við þá? Það er glópska að halda áfram þessum ruglanda gagnvart Rússum.


Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Heilbrigðismál, Viðskipti og fjármál |


«
Síðasta færsla

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir