Kærustuparið geymdi óvenjulegan varning í frystinum – DV

0
113

21 árs kona og 23 ára karlmaður voru nýlega dæmd í annars vegar átta ára fangelsi og hins vegar tíu ára fangelsi fyrir að hafa geymt 35 kíló af amfetamíni og 19.000 e-töflur í frystinum heima hjá sér. Dómurinn var kveðinn upp af undirrétti á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn.

TV2 segir að fíkniefnin hafi fundist heima hjá fólkinu, annars vegar á Friðriksbergi og hins vegar í Vanløse.

Fyrst fundust fíkniefni heima hjá konunni á Friðriksbergi og tengdi lögreglan hana við manninn og gerði húsleit heima hjá honum í Vanløse í kjölfarið. Þar fundust 16 kíló af amfetamíni og 19.000 e-töflur í frystikistunni.

Þetta var 2. júní en fólkið tók við fíkniefnunum daginn áður. Lögreglunni tókst ekki að upplýsa hvaðan efnin komu eða hver á þau.

Fólkið unir dóminum.