6 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Kampi kærir bókhaldsbrellur til lögreglu

Skyldulesning

200 mílur

| mbl
| 25.2.2021
| 13:50
| Uppfært

14:52

Miklir brestir komu í ljós í bókhaldi ækjuvinnslunnar Kampa. Málið er til rannsójknar hjá lögreglu.

Ljósmynd/Kampi

Brestir í bókhaldi rækjuvinnslunnar Kampa ehf. á Ísafirði hafa verið kærðir til lögreglu. Þetta staðfestir lögreglan á Vestfjörðum í skriflegu svari við fyrirspurn 200 mílna.

Einum tveggja stjórnenda Kampa var vikið úr starfi og úr stjórn félagsins þann 26. janúar og sætir hann ásökunum um að hafa vísvitandi gefið upp ranga mynd af fjárhagsstöðu rækjuvinnslunnar. Ekki hefur fengist upplýst hvort hann hafi hlotið stöðu grunaðs manns af hálfu lögreglunnar.

Það var í síðasta mánuði sem fyrirtækið fékk þriggja vikna greiðslustöðvun eftir að fjárhagsstaða þess reyndist mun verri en bókhald Kampa gaf til kynna. Hermdu heimildir að fjárhæðir sem vanta hlaupa á hundruðum milljóna króna og að mikil skuldasöfnun hafi átt sér stað.

Kampi hefur kært til lögreglu athæfi starfsmannsins fyrrverandi og er málið nú á borði lögreglunnar, en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um málsatvik eða rannsóknina.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir