7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Kane ætlar að biðja Levy um að íhuga tilboð – Man Utd fylgist með stöðunni

Skyldulesning

Harry Kane, framherji Tottenham, ætlar að spyrja Daniel Levy, framkvæmdastjóra félagsins, um að íhuga tilboð í sig í sumar. Manchester United hefur áhuga en óvíst er hvort nokkurt lið hafi efni á honum í sumar. The Sun greinir frá.

Framtíð Kane hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Hann er talinn vera þreyttur á því að vinna enga titla með Tottenham. Liðið tapaði úrslitaleik deildabikarsins í lok síðasta mánaðar. Þá er ekki útlit fyrir það að félagið nái Meistaradeildarsæti, annað tímabilið í röð. Meistaradeildarfótbolti ku hafa verið algjört lágmark til þess halda Kane ánægðum hjá Tottenham.

Talið er að Kane muni ekki formlega fara fram á sölu í sumar en hann mun þó biðja Levy um að íhuga stór tilboð. Kane á þrjú ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham og liggur þeim því ekki á að selja hann. Félagið er sagt vera tilbúið að hleypa honum til annars félags eftir ár ef gengi Tottenham hefur ekki lagast.

Levy vill fá um 175 milljónir punda fyrir Kane. Það er nánast ómögulegt fyrir nokkurt lið að punga út þeirri upphæð í sumar vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Manchester United er talið vera að íhuga tilboð upp á 90 milljónir punda.

Það gæti því farið svo að Tottenham bíði einfaldega í eitt ár. Félagið gæti jafnvel fengið meira fyrir hann næsta sumar, þegar fjárhagsstaða stærstu félaganna verður betri.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir