1 C
Grindavik
15. janúar, 2021

Kane með fleiri snertingar í eigin vítateig (myndskeið)

Skyldulesning

Gylfi Einarsson og Tómas Þór Þórðarson hrósuðu enska framherjanum Harry Kane í hástert eftir 2:0-sigur Tottenham á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld, en Kane skoraði seinna mark liðsins. 

Markið var það áttunda sem Kane skorar í deildinni á leiktíðinni, en það var ekki aðeins markaskorunin sem heillaði Gylfa og Tómas þegar þeir ræddu framherjan í Vellinum á Símanum sport. 

Kane varðist sömuleiðis afar vel og þá hefur hann lagt upp tíu mörk á leiktíðinni, fleiri en nokkur annar. 

Innslagið um Kane má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Innlendar Fréttir