Kane tjáir sig loksins um brottreksturinn: ,,Gekk ekki upp af einhverjum ástæðum“ – DV

0
166

Harry Kane hefur loksins tjáð sig um brottrekstur Antonio Conte sem hefur yfirgefið Tottenham.

Tottenham ákvað að láta Conte fara á dögunum og er Cristian Stellini nú þjálfari liðsins tímabundið.

Kane hefði viljað halda Conte en hann náði fínum árangri með félagið en virtist vera að missa klefann.

Conte hraunaði yfir eigin leikmenn stuttu áður en hann var látinn fara en Kane hefur ekkert nema góða hluti að segja um Ítalann.

,,Augljóslega þá óska ég Antonio alls hins besta. Samband mitt við hann var frábært en því miður gekk þetta ekki up af einhverjum ástæðrum,“ sagði Kane.

,,Ég óska honum góðs gengis í næsta ævintýri og á meðan þá stöndum við með Cristian Stellini.“

Enski boltinn á 433 er í boði