7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Kane um Son: Við skiljum hvorn annan

Skyldulesning

Sálmarnir.

???

Föstudagsgrín

Dagur Jarðar

Enski boltinn

Kane og Son fagna síðara markinu í dag.
Kane og Son fagna síðara markinu í dag.
Tottenham Hotspur FC/Getty

Eitt besta tvíeykið í enska boltanum í dag er Harry Kane og Heung-Min Son.

Harry Kane og Heung-Min Son voru enn og aftur arkitektarnir í sigri Tottenham er liðið vann 2-0 sigur á Arsenal í Norður-Lundúnarslagnum í dag.

Kane lagði upp fyrra markið fyrir Son eftir tæplega stundarfjórðung og skömmu fyrir hlé lagði Son svo boltann á Kane sem skaut boltanum í slá og inn.

Harry Kane, fyrirliði Tottenham, var í viðtali við Sky Sports eftir leikinn og var meðal annars spurður út í samband þeirra Kane og Son.

„Okkur líður vel. Við erum báðir á aldri þar sem við erum á leið inn á okkar besta skeið og við skiljum hvorn annan,“ sagði Kane um sambandið.

„Þetta var góð stoðsending frá Sonny og það var gaman að sjá boltann fara inn,“ bætti hann við um annað mark Tottenham.

Tottenham er eftir sigurinn á toppi deildarinnar en Arsenal er í vandræðum. Liðið er í fimmtánda sæti deildarinnar.

„We’re just feeling good. We’re both at an age where we’re coming into our prime and understanding each other.“

Harry Kane explains why his partnership with Son Heung-Min is becoming so lethal.

Watch the reaction on Sky Sports PL pic.twitter.com/AElSy179kK

— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 6, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir