kane-vill-varpa-ljosi-a-mannrettindabrot-i-katar

Kane vill varpa ljósi á mannréttindabrot í Katar

Harry Kane, leikmaður Tottenham og fyrirliði enska landsliðsins í fótbolta, vill nota tækifærið og varpa ljósi á mannréttindabrot í Katar þegar heimsmeistaramótið verður haldið þar í landi næsta sumar.

Samkynhneigð er bönnuð með lögum í Katar og ströng lög eru í gildi þegar kemur að LGBTQ+ einstaklingum. Mannréttindabrot eru einnig til skoðunar í landi sem fékk leyfi til að halda heimsmeistaramótið árið 2010.

Það verða blendnar tilfinningar [á HM] vegna ýmsa aðstæðna sem hafa farið úrskeiðis,“ sagði Kane á blaðamannafundi. „Það eina sem við getum gert, og ég sem fyrirliði, er að varpa ljósi á þessi vandamál,“ sagði Kane í samtali við BBC.

Gareth Southgate, þjálfari Englands, hefur áður sagt það mikla synd að sumir stuðningsmenn muni ekki sjá sér fært um að mæta á keppnina vegna vandamála sem kunna að hafa skaðleg áhrif á þá. Southgate minntist þá sérstaklega á kvenréttindi og réttindi samkynhneigðra.

Southgate hélt fund með leikmönnum enska landsliðsins í vikunni vegna ýmissa vandamála í Katar og Kane segir að leikmenn muni halda áfram að ræða sín á milli til að reyna að hjálpa eins og unnt er.

Samkvæmt skýrslu sem birtist í breska dagblaðinu Guardian í fyrra hafa meira en 6500 farandverkamenn látist í Katar síðan ákveðið var fyrir tólf árum síðan að heimsmeistaramótið yrði haldið í landinu.

Katar hefur ekki tjáð sig um tölurnar en tók fram að það „harmar alla þá sem hafa látið lífið og rannsakað hvert mál fyrir sig til að draga lærdóm af harmleiknum.

Amnesty Internatiol birti skýrslu í nóvember í fyrra sem sakar landið um að framfylgja ekki eigin lögum þegar kemur að bættum réttindum farandverkamanna. Ríkisstjórnin í Katar hafnaði staðhæfingu Amnesty í kjölfarið.


Posted

in

,

by

Tags: