-5 C
Grindavik
3. desember, 2020

Kári ánægður með Hamrén og segi gagnrýnina ósanngjarna

Skyldulesning

Fótbolti

Kári Árnason talaði vel um Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi.
Kári Árnason talaði vel um Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi.
getty/Onur Coban

Kári Árnason ber Erik Hamrén vel söguna og segir að gagnrýnin sem hann hefur fengið sé ósanngjörn.

Hamrén stýrir íslenska landsliðinu í síðasta sinn þegar það mætir því enska á Wembley í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hamrén tók við Íslandi haustið 2018 og var hársbreidd frá því að koma íslenska liðinu á EM á næsta ári.

„Ég held að allir í liðinu séu sammála um að hann hafi unnið mjög gott starf. Hann og Freyr [Alexandersson] eru kannski dæmdir ósanngjarnt,“ sagði Kári á blaðamannafundi Íslands í morgun.

Hann benti á að árangur Íslands í undankeppni EM hefði verið góður og undið venjulegum kringumstæðum dugað til að komast í lokakeppnina.

Íslendingar hafa tapað öllum níu leikjum sínum í Þjóðadeildinni þar sem þeir hafa mætt mörgum af sterkustu liðum Evrópu.

„Svo erum við að spila í A-deild í þessari keppni, og er hægt að ætlast til að maður sé að klára Belgíu, Danmörku og England í hverjum leik?“ sagði Kári sem verður fyrirliði íslenska liðsins í leiknum á morgun.


Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir