8 C
Grindavik
9. maí, 2021

Kári Árnason skrifar undir nýjan samning við Víking – Þórður Ingason verður áfram

Skyldulesning

Kári Árnason hefur skrifað undir nýjan samning við Víking og mun leik með liðinu í efstu deild karla á næsta ári. Kári mun fagna 39 ára afmæli sínu á næsta ári.

Kári ætlaði að ganga í raðir Víkings eftir Heimsmeistaramótið 2018 en fékk þá samningstilboð frá Gençlerbirliği í Tyrklandi.

Kári lék í Tyrklandi í eitt ár og kom heim sumarið 2019 og hefur leikið með Víkingi síðan þá.

Varnarmaðurinn skrifaði undir eins árs samning við Víking en á sama tíma gerði Þórður Ingason markvörður félagsins nýjan samning.

Þórður var mest á bekknum síðasta sumar eftir að félagið fékk Ingvar Jónsson. Víkingur endaði í 10 sæti efstu deildar í sumar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir