0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti

Skyldulesning

Kári Árnason segir líklegt að landsleikurinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni annað kvöld verði hans síðasti.

„Ég ætla að gefa neitt út um það. Ég hef alltaf sagt að ef kallið kemur mæti ég. En það er hins vegar mjög líklegt að þetta verði minn síðasti landsleikur. Hver svo sem tekur við, ég efast um að maður af erlendu bergi brotinn sé að leita í Pepsi Max-deildina að manni sem er 39 ára,“ sagði Kári á blaðamannafundi í morgun.

„Það verður að koma í ljós hvort þetta verður minn síðasti leikur en ef þetta verður svo er þetta frábært svið fyrir hann.“

Kári, sem er 38 ára, býst fastlega við því að spila með Víkingi næsta sumar og vill bæta upp fyrir vonbrigði síðasta tímabils.

„Ég held ég geti ekki skilið við Víkingana eftir svona tímabil. Það var alls ekki gott,“ sagði Kári en Víkingur endaði í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

Leikurinn gegn Englandi annað kvöld verður 87. landsleikur Kára. Hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Ítalíu 2005. Hann hefur leikið sjö af átta leikjum Íslands á stórmótum.

Á blaðamannafundinum staðfesti Erik Hamrén landsliðsþjálfari að Kári yrði fyrirliði Íslands á morgun, eins og hann var í fyrri leiknum gegn Englandi sem tapaðist, 0-1.


Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttir


Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar.


Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni.


Erik Hamrén var spurður út í Ísak Bergmann Jóhannesson á blaðamannafundi landsliðsins í dag.


Erik Hamrén treysir starfsfólki KSÍ til að passa upp á smitvarnir íslenska liðsins.


Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir