8.4 C
Grindavik
20. júní, 2021

Kári: „Kannski höfum við báðir ráfað út af“

Skyldulesning

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

mbl.is/Hari

„Jón Ívar, hún er vandrötuð þrönga gatan meðalhófsins og kannski höfum við báðir ráfað út af henni í skoðanaskiptum okkar um sóttvarnir,“ skrifar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar heldur Kári áfram samtali sínu við Jón Ívar Einarsson, sem er prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, um leiðir í baráttunni við kórónuveiruna. 

Jón Ívar Einarsson, prófessor í læknisfræði við Harvard-háskóla.

Jón Ívar Einarsson, prófessor í læknisfræði við Harvard-háskóla.

Kári og Jón Ívar hafa á undanförnum vikum skipst á skoðunum um aðgerðir og leiðir stjórnvalda í báráttunni gegn kórónuveiruna hér á landi.

Jón Ívar hefur m.a. sagt að það sé óæskilegt þegar fólki sé refsað fyrir að stíga fram með skoðanir sem gangi gegn fjöldanum. Þá sé nauðsynlegt að ráðast í uppgjör Covid-19-aðgerða. Jón tilheyrir hópnum sem heldur úti vefsíðu sem nefnist Út úr kófinu!. Hópurinn samanstendur af einstaklingum úr ýmsum geirum samfélagsins sem vill leggja sitt af mörkum til að bæta upplýsingagjöf um kórónuveirufaraldurinn, afleiðingar og aðgerðir. 

„Ekki drengilegt“

Kári tekur fram í greininni í dag, að hann hafi aldrei litið svo á „að þú sért maður að minni fyrir þá staðreynd að þú tjáðir skoðun á sóttvörnum á landamærum Íslands sem voru allt aðrar en mínar. Eins og stendur lítur út fyrir að ég hafi haft rétt fyrir mér vegna þess að faraldurinn hefur blossað upp í löndunum í kringum okkur og er að hjaðna hérlendis en það skiptir bara ekki máli í þessu samhengi. Það sem fór fyrir brjóstið á mér er að þú veittist að unglækni sem andmælti málflutningi þínum og kærðir hann fyrir siðanefnd Læknafélags Íslands. Það var ekki drengilegt og hreinlega fyrir neðan allar hellur en það gerist ýmislegt í hita leiksins. Ef ég hefði aldrei gert neitt verra en þetta, Jón, væri slóð mín fegurri en raun ber vitni,“ skrifar Kári.

Góður maður og flinkur læknir

Þá segir Kári, að þegar hann benti á að Jón ætti hagsmuna að gæta á landamærunum af því að hann kæmi einu sinni í mánuði til landsins til að sinna börnum sínum „hélt ég að ég væri einfaldlega að benda á mannkosti þína. Það er nefnilega sjaldgæft að einstæðir feður leggi þetta mikið á sig til þess að rækta samband við börnin sín. Í mínum huga ertu með þessu að sanna fyrir umheiminum, svo ekki verður um villst, að þú sért góður maður.“

Þá vonar Kári að Íslendingar verði svo heppnir að Jón ákveði að flytjast aftur heim og stunda læknisfræði hér á landi.

„Það er ekki vafi í mínum huga að þú sért duglegur, flinkur og góður læknir. Slíkum manni hljótum við eyjarskeggjar að taka opnum örmum.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir