3 C
Grindavik
16. janúar, 2021

Kári kveður Hauka

Skyldulesning

Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur yfirgefið herbúðir Hauka. Hann fékk boð um að leika með liði á meginlandi Evrópu.

Á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Hauka kemur fram að Kára hafi boðist tækifæri á að spila sem atvinnumaður á meginlandinu. Því hafi Haukar leyst hann undan samningi við félagið.

Ekki liggur þó fyrir hvaða lið Kári mun semja við en í tilkynningu Hauka segir að hann muni skrifa undir samning við það á næstu dögum.

Kári Jónsson hefur fengið tækifæri til að spila körfubolta á meginlandinu og mun að öllum líkindum skrifa undir við lið…

Posted by Haukar körfubolti on Friday, December 4, 2020

Kári, sem er 23 ára, hefur leikið með Haukum allan sinn feril ef frá er talið tímabilið 2016-17, þegar hann lék með Draxel háskólanum í Bandaríkjunum, og tímabilið 2018-19 þegar hann var hjá Barcelona.

Kári lék báða leiki íslenska landsliðsins í forkeppni heimsmeistaramótsins í síðasta mánuði. Hann hefur leikið með landsliðinu síðan 2017.

Innlendar Fréttir