7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Kári segir.

Skyldulesning

„Það er margt sem við höf­um lært sem bend­ir til þess að þeir sem velji að fara í tveggja vikna sótt­kví meini það ekki vegna þess að ekki er þessi skimun sárs­auka­full, þannig að af hverju ætt­irðu að vilja vera frek­ar í tvær vik­ur í sótt­kví held­ur en fimm daga? Það vek­ur grun­semd­ir þegar fólk vel­ur þá leið og reynsl­an hef­ur sýnt okk­ur að allt of oft þá mein­ar fólk þetta ekki og það hef­ur komið af stað hópsmit­um í okk­ar sam­fé­lagi.“.

Tilefnið var þegar hann var spurður hvort hann væri sammála þeim tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að leggja til að tvö­föld skimun á landa­mær­un­um verði skylda, þ.e. að ekki verði boðið upp á val um 14 daga sótt­kví við kom­una til lands­ins.

Ríkisstjórnin kaus að hundsa þessar tillögur Þórólfs, einhverjir annarlegir hagsmunir vógu þyngra en að loka fyrir þennan leka.

Þá sagði Þórólfur að „Það megi alls ekki ger­ast að litl­ar hóp­sýk­ing­ar sem grein­ist við landa­mær­in verði að stór­um hóp­sýk­ing­um„, í stað þess að fordæma ákvörðun stjórnmálamanna sem ennþá eru með blóði drifnar hendur eftir að hafa dregið lappirnar að loka landamærunum í sumar með seinni skimun og sóttkví á milli.

Kári sagði hins vegar;

„Kári seg­ist vera ósamþykk­ur þeim ákvörðunum sem tekn­ar hafa verið á landa­mær­un­um. Landa­mær­in séu sá staður þar sem hvað mesta var­kárni þurfi að sýna. „Það er að verða ljóst að við erum viðkvæm fyr­ir á landa­mær­un­um. Þar fáum við inn ný smit hingað til lands. Frá mín­um bæj­ar­dyr­um séð er óskyn­sam­legt að veita fólki val um að fara í sótt­kví við kom­una til lands­ins eða í skimun. Þeir sem hafa valið að fara í sótt­kví hafa gjarn­an valið svo vegna þess að þeir ætluðu ein­mitt að virða hana ekki.“

Kári held­ur áfram. „Það að halda að það að stinga pinna upp í nefið á ein­hverj­um sé meiri frels­is­skerðing en að skikka hann í sótt­kví er hlægi­legt“.“

Af hverju er ég að rifja þetta upp??

Jú þetta sagði Þórólfur í dag; „Und­an­farn­ar vik­ur er tölu­vert um að smit grein­ist á landa­mær­un­um þrátt fyr­ir að afar fá flug séu að koma til lands­ins. Að sögn Þórólfs eru allt að 10-20% farþega að grein­ast með virk smit í sum­um þeirra flug­véla sem hingað koma til lands„.

Og Þórólfur segir líka; „þetta sýna að það er ekki bara fólk í sótt­kví sem er að grein­ast með Covid-19 held­ur er þetta fólk sem er úti í sam­fé­lag­inu sem er ekki með nein aug­ljós tengsl við smitaða ein­stak­linga.„.

Þýtt á mannamál þá eru landamærin tifandi tímasprengja.

Þórólfur er trúnaðarmaður almennings.

Honum var falið það hlutverk að vernda okkur fyrir farsóttum, embætti hans er ævagamalt,til komið af þeim bitra lærdómi áa okkar að farsóttir drápu fengju þær að ganga lausar.

Og leki á landamærunum er dæmi um slíkan lausagang.

Þórólfur er ekki bundinn trúnaði heimskum stjórnmálamönnum sem skilja ekki alvarleik málsins eða er kannski slétt sama um lífi og limi náungans á meðan það telur sig sjálft öruggt í einhverju kastalavíginu.

Leki landamærin þá á hann að leggja til að stoppað sé í lekann.

Hann er skyldugur til þess.

Samþykki ekki heilbrigðisyfirvöld tillögur hans, leyfi lekann áfram, þá ber honum skylda til að leggja aftur til sömu tillögur eða aðrar sem skila sömu niðurstöðu.

Og aftur, og svo aftur.

Jafnframt á hann að upplýsa almenning um alvarleik mála, og að kjaftæði þvælist í vegi sóttvarna.

Þar bregst Þórólfur.

Þess vegna heitir þessi pistill Kári segir.

Nema að Kári er ekki trúnaðarmaður almennings, hann er almenningur eins og við öll hin.

Þórólfur á að segja.

Halda sig við staðreyndir.

Verja þjóðina.

Á alvöru tímum rísa menn upp.

Alvaran leyfir ekkert annað.

Kveðja að austan.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir