7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Kári útskýrir af hverju fótboltinn þarf að fara í fyrsta sæti hjá KSÍ

Skyldulesning

„Mér lýst vel á það sem Sævar segir. Að setja fótboltann í fyrsta sæti,“ segir Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður og nú yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking en rætt var um formannskjör KSÍ í þættinum Íþróttavikan með Benna Bó, sem sýndur var á Hringbraut.

Sævar Pétursson og Vanda Sigurgeirsdóttir bjóða sig fram sem formaður KSÍ. Kári spilaði lengi í Englandi og segir að ástæðan fyrir að KSÍ þurfi að fara setja fótboltann í fyrsta sæti sé Brexit.

video

„Það eru ástæður fyrir því að Ísland þarf að vera í topp 50 því annars geta íslenskir leikmenn ekkert spilað á Englandi. Eftir Brexit er erfiðara að komast inn í landið og landslið neðar en 50 eru komin í annan flokk. Og þá eru leikmenn varla teknir gildir og fá ekki atvinnuleyfi,“ bendir Kári á.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir