8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Katar tekur þátt í Undankeppni HM í Evrópu

Skyldulesning

Landslið Katar, tekur þátt í undankeppni HM, þrátt fyrir að vera með tryggt sæti á mótinu sökum þess að mótið fer fram í Katar. Evrópska knattspyrnusambandið og Asíska knattspyrnusambandið hafa gert með sér samkomulag sem tryggir þetta. The Independent greindi frá.

Katar mun taka þátt í undankeppninni sem fram fer á meðal Evrópuþjóða. Hugsunin á bak við það að leyfa Katar að taka þátt á mótinu er sú að hægt er að fækka riðlunum sem eru aðeins með fimm lið og þá fær landslið Katar leiki til þess að undirbúa sig fyrir lokakeppni Heimsmeistaramótsins sem fer fram árið 2022.

Afar ólíklegt er að stig verði í boði í leikjum Katar. Litið verður á leikina sem vináttuleiki

Heimildir The Independent herma að líklegast sé að landslið Katar verði sett í A-riðil. Um er að ræða fimm liða riðil sem yrði þá sex liða riðill með tilkomu Katar. Írland, Portúgal, Luxemborg, Serbía og Azerbaijan eiga sæti í riðlinum.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem landslið Katar er með sæti í keppni sem er haldin af knattspyrnusamböndum annarra heimsálfa. Liðið tók þátt í Álfukeppninni (Copa America) árið 2019.

Innlendar Fréttir