Katherine lét jafnvel líkamsárás ekki stöðva sig – Konan sem neitaði að hlýða – DV

0
158

Það var álit manna árið 1967, eða í það minnsta stjórnenda stórmóta í íþróttum, að konur hefðu ekkert í ákveðnar íþróttagreinar að gera. Til þess væru þær of viðkvæmar. 

Til að mynda stóð í reglum AAU (Amateur Athletic Union) um hlaup, að í þeim hlaupum sem fylgdu reglum samtakanna, mættu konur ekki hlaupa keppnishlaup sem væri lengra en 2,4 kílómetrar.

Kannski var haldið að það liði yfir þær af álaginu en í reglum AAU voru engin rök fyrir þessari reglu að finna enda var orðinn töluverður þrýstingur um breytingar, og það ekki bara frá konum. 

Fyrst reyndi Bobbi

Árið áður hafði kona að nafni Bobbi Gibb reynt að skrá sig í hið heimsþekkta Boston maraþon en hafnað þar sem maraþonið fylgdi ofangreindum reglum. Töluverð reiði braust úr við ákvörðunina, ekki síst hjá íþróttakonum eins og gefur að skilja, en framkvæmdastjóri hlaupsins, Will Cloney, réttlætti bannið með því að segja það læknisfræðilega sannað að það væri útlokað fyrir konur að hlaupa heilt maraþon. 

Hann bætti ennfremur við að ef að hans dóttur dytti slík vitleysa í hug myndi hann rassskella í hana glóruna. 

Bobbi Gibb hljóp nú samt en við hlið skráðra keppenda og lauk hlaupinu á 3:21:40, sem var í topp 30% það árið. 

Ef að einhver getur það….

Og ári síðar, 1967, fékk önnur hlaupakona svo, og þjálfari hennar, nóg og ákváðu að hundsa regluna. 

Kathrine Switzer var þá tvítug og afburða hlaupari.  Kathrine var í námi við háskólann í Syracuse og hafði fengið leyfi til að æfa með víðavangshlaup með karlaliði skólans. Hún stakk þó karlkyns félaga sína fljótlega af. 

Þjálfari liðsins, Arnie Briggs, sá hversu afbragðs hlaupari Kathrine var og hóf að þjálfa hana persónulega. Þegar að Kathrine hóf að orða það við Briggs að hún vildi hlaupa Boston maraþonir taldi Briggs það af og frá. Slíkt væri einfaldlega ekki á færi kvenna en ef að einhver gæti það þá væri það Kathrine. 

En þegar að Briggs áttaði sig á hvað bjó í Kathrine skipti hann um skoðun og samþykkti að þjálfa hana fyrir Boston maraþonið það sama ár. Hugðist hann sjálfur einnig hlaupa maraþonið það ár. 

Kathrine vildi hlaupa sem skráður hlaupari en ekki á hliðarlínunni eins og Bobbi árið áður. Hún sendi inn beiðni um skráningu undir nafninu K.V. Switzer og lét karlkyns félaga sinn sækja öll gögn fyrir hlaupið. 

Með hettuna en varalit

Eins og Bobbi Gibb árið áður, mætti Kathrine í hlaupið í hettupeysu með hettuna yfir höfuð til að enginn sæi að um konu væri að ræða. Með henni voru þjálfarinn Arnie Briggs og kærasti hennar, Thomas Miller, sem báðir voru skráðir í hlaupið. 

Síðar sagði Kathrine frá að þótt að hún hefði viljað forðast að upp kæmi um kynferðið, líkt og gerst hafði fyrir Bobbi árið áður, hefði hún varalitað sig vandlega áður en hlaupið hófst. 

Kathrine með gamla númerið sitt, 261, Hún ætlaði sér að hlaupa sem kona, og stolt af því, í stað þess að hlaupa sem kona, dulbúin sem karlmaður. 

Við upphaf hlaupsins fór varaliturinn ekki framhjá hlaupurunum sem nærri henni stóðu og hreinlega göptu. En enginn sagði né gerði neitt til að koma upp um hana og um leið og skotið var af hlupu þau Kathrine, Biggs og Thomas af stað. 

En þegar að nokkrir kílómetrar voru liðnir af hlaupinu rann hennan af höfði Kathrine og var þá öllum sem á horfðu ljóst að um konu var að ræða. 

Einn af stjórnendum hlaupsins, Jock Semple, taldi slíkt ólíðandi og rauk inn í hóp hlauparanna og reyndi að ná númerinu af Katherine til að hún félli úr keppni. 

Herra maraþon

Semple var þekktur meðal hlaupara, hafði gegnt stjórnunarstöðu við Boston maraþonið til fjölda ára og kallaði sjáfa sig herra maraþon, enda seint þekktur fyrir hógværð. 

Í æsingi sínum til að komast að Katherine hljóp Semple Briggs niður þegar að þjálfarinn reyndi að stöðva hann. Semple reyndi að grípa í númer Katherine, öskrandi á Katherine að ,,drulla sér úr hlaupinu sínu og láta sig fá helvítis númerið.”

En kærasti Katherine, Thomas, náði að hrinda Sempe í jörðina og héldu þremenningarnir áfram hlaupi sínu. 

Ekki var gerð önnur tilraun til að stöðva Katherine sem lauk hlaupinu, fyrsta skráða konan til að ljúka maraþonhlaupi. 

Katherine Switzer lauk hlaupinu á 4 klukkustundum og 20 mínútum, þrátt fyrir tafirnar sem Semple olli. 

Kathrine í New York marþoningu 2017, 34 árum eftir að hún vann það, fyrst kvenna. Ólíkleg vinátta

Þegar að myndirnar af Semple að ráðast að Katherine birtust í fjölmiðlum daginn eftir var  almenningi almennt brugðið og átti Katherine Switzer stóran þátt í því að reglunum var breytt og árið 1972 var konum fyrst leyft að hlaupa í maraþonum og vann Katherine New York maraþon kvenna það sama ár.

Hún sagðist síðar vera þakklát Jock Semple sem hefði fyllt hafa réttlátri reiði og orku til að ljúka hlaupinu þrátt fyrir árásina. 

Katherine Switzer er margverðlaunaður hlaupari, íþróttafréttamaður og keppnislýsandi sem hefur hlotið Emmy verðlaun fyrir störf sín í sjónvarpi. Hún hefur einnig skrifað fjölda bóka og er afar eftirsóttur fyrirlesari. Hún giftist Thomas Miller, sem hljóp við hlið hennar, en þau skildu síðar. 

Svo fór að Jock Semple skipti um skoðun og áratug síðar hafði hann samband við Katherine og bað hana afsökunar. Í kjölfarið urðu þau nánir vinir, allt til dauða Semple árið 1988.