-3 C
Grindavik
22. janúar, 2021

Katrín ræddi framboðið við Morrison

Skyldulesning

Katrín Jakobsdóttir og Scott Morrison.

Katrín Jakobsdóttir og Scott Morrison.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Scott Morrison forsætisráðherra Ástralíu í gær, m.a. um framboð Ástralíu til stöðu framkvæmdastjóra OECD. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 

Þá ræddu Katrín og Morison einnig um áherslur OECD m.a. í tengslum við uppbyggingu eftir COVID og mikilvægi alþjóðasamstarfs. Ráðherrarnir tveir voru sammála um að standa vörð um alþjóðasamstarf. 

„Þau töluðu jafnframt um gott samstarf Íslands og Ástralíu á alþjóðavettvangi, tvíhliða samstarf landanna og möguleika þess að auka það. Fundurinn, sem var að frumkvæði Morrison, stóð í um 20 mínútur og var þetta í fyrsta sinn sem þau ræða saman,“ segir í tilkynningunni. 

Innlendar Fréttir