7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Katrín ræddi við sveitarstjóra Múlaþings

Skyldulesning

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi við Björn Ingimarsson, sveitarstjóra Múlaþings, í morgun vegna ástandsins sem þar ríkir. Mikil úrkoma hefur verið síðustu daga og í nótt hreif aurskriða sem féll á bæinn í nótt með sér mannlaust timburhús.

„Það er náttúrulega svakalegt að sjá skriðu hrífa með sér einhver hús þó að sem betur fer hafi ekki verið föst búseta þar,“ segir Katrín. Af samtali við bæjarstjóra sé styrk viðbragðsstjórn í gangi og bæjarbúar taki þétt utan um hver annan – vonandi í óeiginlegri merkingu.

Hamfarirnar voru ekki til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Spurð hvort þær gefi tilefni til viðbragða frá ríkisstjórn, segir Katrín að fara verði yfir það þegar fyrir liggur hvert tjónið er. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði tekið í sama streng eftir ríkisstjórnarfund í morgun.

Þarf að huga að vörnum gegn aurskriðum

Í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og Suðureyri í janúar var tekin ákvörðun um að flýta uppbyggingu ofanflóðavarna um allt land og skilgreind 47 verkefni á því sviði. Minnst 27 er þegar lokið og gert ráð fyrir að 35 verði lokið árið 2025, og öllum árið 2030.

Mest er áherslan þar á varnir gegn snjóflóðum. Katrín segir aðspurð að aurskriðurnar gefi ekki tilefni til breytingar á þeirri forgangsröðun. „Við erum með okkar áætlun í ríkisstjórn um hvaða varnir á að byggja upp gegn snjóflóðum og sú forgangsröðun er í gildi vegna þess að það eru mannskæðustu hamfarir sem þú finnur,“ segir hún. Þó þurfi að huga almennt að vörnum gegn aurskriðum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir