6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Katrín Tanja leitaði uppi innri frið í gær

Skyldulesning

Sport

Katrín Tanja Davíðsdóttir fann innri frið í jóga í gær og hvatti fylgjendur sína til að leita að honum líka.
Katrín Tanja Davíðsdóttir fann innri frið í jóga í gær og hvatti fylgjendur sína til að leita að honum líka.
Instagram/@katrintanja

Katrín Tanja Davíðsdóttir er að hlaða batteríin heima á Íslandi og hún leitaði uppi innri frið með góðum árangri í gær.

Katrín Tanja Davíðsdóttir vann sér inn montréttinn á dögunum að kalla sig næstbesta CrossFit konu heims en hún hefur hvílt sig á lífi CrossFit stjörnunnar að undanförnu og lítið opinberað það hvað hún er að dunda sér við í fríinu.

Katrín Tanja kom heim til Íslands fyrr í þessum mánuði og hitti fjölskyldu og vini í fyrsta sinn í átta mánuði. Það hefur því örugglega verið mikið um heimsóknir og fagnaðarfundi að undanförnu en okkar kona þurfti tíma fyrir sig sjálfa í gær.

Katrín Tanja sagði þó fylgjendum sínum frá endurnærandi æfingu í gær þegar hún skellti sér í andlega íhugun og prófaði jóga í fyrsta sinn í langan tíma.

„Tók frá smá síma fyrir sjálfa mig í morgun og fór í jóga fyrsta sinn í langan tíma,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir í færslu á Instagram síðu sinni.

„Ég var búin að gleyma því hvað það gerir mikið fyrir mig. Klukkutími af því að einbeita sér að réttri öndun og ósviknum hreyfingum róar mig svo mikið niður,“ skrifaði Katrín Tanja sem hvatti fylgjendur sína til að huga að andlegri íhugun til að finna sér innri frið nú þegar jólastressið er að tala yfir.

„Ég er á jörðinni. Vonandi var þetta yndislegur sunnudagur fyrir ykkur líka,“ skrifaði Katrín Tanja en það má sjá pistil hennar hér fyrir neðan.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir