Kaupa 400 flugskeyti vegna hótana Kínverja – DV

0
110

Mikil spenna er nú á milli Kína og Taívan en Kínverjar hafa farið mikinn að undanförnu og ítrekað rofið lofthelgi Taívan og efnt til heræfinga nærri eyjunni. Kínverskir ráðamenn fara ekki leynt með að þeir vilja ná Taívan á sitt vald og að til greina komi að beita hervaldi til að það markmið náist. Nú hafa Taívanar keypt 400 Harpoon flugskeyti frá Bandaríkjunum vegna vaxandi ógnar sem stafar frá Kína. Bloomberg skýrir frá þessu.

Bandaríkjaher skýrði frá því fyrr í mánuðinum að Taívanar hefðu keypt 400 tundurskeyti fyrir 1,7 milljarða dollara.

Spennan á milli Taívan og Kína jókst mikið eftir heimsókn Tsai Ing-wen, forseta Taívan, til Bandaríkjanna. Kínverski herinn hóf þá þriggja daga æfingu nærri Taívan þar sem flotinn og flugherinn könnuðu getu sína til að einangra Taívan.

Harpoon flugskeytum er skotið frá jörðu og hafa Taívanar ekki haft slík flugskeyti til umráða áður.