8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Keane við Tómas: Handbragð Mourinho skín af liðinu

Skyldulesning

Tottenham hélt hreinu í fjórða leiknum í röð þegar liðið fékk Arsenal í heimsókn í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Tottenham Hotspur-Stadium í London í dag.

Leiknum lauk með 2:0-sigri Tottenham og þrátt fyrir að Arsenal-menn hafi verið mun meira með boltann var það Tottenahm sem stjórnaði ferðinni.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Síminn Sport, ræddi leikinn við Robbie Keane, fyrrverandi framherja Tottenahm, en Keane sem skoraði 122 mörk í 305 leikjum fyrir Tottenham.

„Mér fannst Harry Kane algjörlega frábær í dag,“ sagði Keane.

„Þetta er ekki sami fótbolti og maður er vanur að sjá Tottenham spila enda hefur liðið spilað mikinn sóknarbolta undanfarin ár.

Þetta lið hjá José Mourinho getur engu að síður sótt en þetta snýst fyrst og fremst um varnarleikinn og hann hefur verið vandamál hjá liðinu lengi.

Mourino leggur mikla áherslu á varnarleikinn, þeir eru búnir að halda hreinu í fjórum leikjum í röð, og maður er farinn að sjá handbragð Mourinho á liðinu,“ sagði Keane meðal annars.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir