1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Keflavík fær til sín tvo leikmenn

Skyldulesning

Keflavík í Bestu deild karla fékk til sín tvo leikmenn í dag en það eru þeir Adam Ægir Pálsson og Ivan Kaluyzhny. Félagið tilkynnti komu leikmannanna á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Adam, sem er kantmaður, kemur á láni frá Íslands- og bikarmeisturum Víkings en hann lék áður með Keflavík í fyrstu deildinni árin 2019-2020.

Ivan Kaluyzhny er 24 gamall úkraínskur miðjumaður en hann kemur á láni frá úkraínska úrvalsdeildarfélaginu Oleksandriya.

Kaluyzhny á að baki leiki fyrir yngri landslið Úkraínu en hann verður ekki klár fyrir fyrsta leik Keflavíkur gegn Blikum annað kvöld þar sem enn er verið að vinna í að fá leikheimild fyrir kappann.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir