1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Kem ekki nálægt þessum félagaskiptum

Skyldulesning

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. AFP/Paul Ellis

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, ætlar ekki að blanda sér í baráttuna um norska framherjann Erling Braut Haaland.

Haaland, sem er 21 árs gamall, er samningsbundinn Borussia Dortmund í Þýskalandi en hann er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa Dortmund fyrir tæplega 70 milljónir punda í sumar.

Norski framherjinn hefur verð orðaður við öll stærstu lið Evrópu, þar á meðal Liverpool, en hann er sagður vilja fá í kringum 500.000 pund á viku í laun hjá næsta vinnuveitanda sínum.

„Við munum ekki blanda okkur í baráttuna um Erling Braut Haaland,“ sagði Klopp í samtali við þýska miðilinn Bild.

„Tölurnar sem við erum að tala um hérna eru skuggalegar og hrein og klár bilun. Ég mun ekki koma nálægt þessum félagaskiptum og ekki Liverpool heldur.

Það eru engar líkur á því að hann verði leikmaður Liverpool. Þegar að þetta er komið út í svona miklar öfgar þá verður þetta bara leiðinlegt,“ bætti Klopp við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir