7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Kennarar hrærðir og klökkir

Skyldulesning

Pakkarnir biðu starfsfólks FG í morgun.

Pakkarnir biðu starfsfólks FG í morgun.

Ljósmynd/FG

„Kæru nemendur takk fyrir hvatninguna, hlýjar hugsanir og falleg orð í okkar garð. Við erum orðlaus, hrærð og klökk,“ segir á Facebook-síðu Fjölbrautaskólans Garðabæ.

Þar má sjá mynd af pökkum sem var raðað á borð en bögglarnir eru ætlaðir starfsfólki FG.

Eins og ítrekað hefur komið fram hafa miklar takmarkanir verið á skólastarfi framhaldsskóla í haust vegna þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins.

Samkvæmt reglum mega 25 koma saman í hverju sótthólfi í skólunum og er grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra reglu milli fólks. Töluvert af námi hefur því verið í fjarnámi í haust.

„Þið hafið sýnt ótrúlega þrautseigju, dugnað og aldrei tapað gleðinni! Við erum í þessu saman,“ segir í færslunni á Facebook-síðu FG.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir