-2 C
Grindavik
20. janúar, 2021

Kennarar kæri foreldra fyrir ofbeldi

Skyldulesning

Ekki er það góð hugmynd að kennarar fái það sérstaka hlutverk að finna nemendur er ,,verða fyr­ir og/​eða verða vitni að heim­il­isof­beldi“ og kæri til lögreglu.

Hlutverk kennara er að mennta, ekki að hnýsast á einkamál nemenda og fjölskyldna þeirra.

Áhugafólk um ofbeldi fer himinskautum í umræðunni og vill að ríkisvaldið hefji umsátur um heimili landsmanna í leit að misfellum í fjölskyldulífi. Nú heitir það ofbeldi ef foreldrar eiga það til að öskra. Víst er það ekki til fyrirmyndar en sumum liggur hátt rómur.

Á meðan það er frjálst val einstaklinga að geta börn og stofna heimili er viðbúið að sumir sem ættu ekki að eignast börn geri það engu að síður.

Gagnvart þeirri óheppilegu staðreynd mannlífsins að sumir eru ofbeldishneigðir ber ekki að tefla fram ríkisvaldi er hefji víðtækt eftirlit með fjölskyldum landsins.


Innlendar Fréttir