3 C
Grindavik
28. febrúar, 2021

Keypti skinku fyrir 90 þúsund – „Loforð er loforð“

Skyldulesning

Jose Mourinho stjóri Tottenham þurfti að taka upp veskið fyrir leikmennina sína eftir sigurinn á Manchester City um helgina.

Mourinho keypti skinku fyrir 90 þúsund krónur fyrir Sergio Reguilon bakvörð félagsins en í erlendum miðlum kemur fram að ástæðan sé góð frammistaða hans í leiknum.

Bakvörðurinn sem kom frá Real Madrid í sumar pakkaði Riyad Mahrez saman og fékk skinku af dýrari gerð fyrir sig og liðsfélaga sína í dag.

„Loforð er loforð, þetta kostaði mig 500 pund en ég stend við mín loforð,“ skrifaði Mourinho við mynd af sér, skinkunni góðu og Reguilon.

Tottenham situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og virðist lið til alls líklegt á þessu tímabili.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir