2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Kínverjar senda geimfar til tunglsins til að sækja jarðvegssýni

Skyldulesning

Í gær skutu Kínverjar  Chang‘e 5 geimfarinu á loft en það á að lenda á tunglinu, safna jarðvegssýnum og koma með þau til jarðarinnar. Þetta er fyrsta tilraunin til að sækja jarðvegssýni til tunglsins síðan á áttunda áratugnum.

Vonast er til að rannsóknir á sýnunum geti aukið skilning okkar á uppruna tunglsins. Geimferðin er einnig prófraun á getu Kínverja til að sækja sýni út í geim og þar með undanfari að flóknari verkefnum í geimnum. CNN skýrir frá þessu.

Fram kemur að ef verkefnið tekst þá verði Kína þriðja ríki heims til að sækja jarðvegssýni til tunglsins. Bæði Bandaríkin og Sovétríkin gerðu það fyrir nokkrum áratugum. Í Apollo geimferðaáætlun Bandaríkjanna lentu menn sex sinnum á tunglinu, tólf menn í heildina og þeir einu sem hafa stigið fæti á tunglið fram að þessu. Þeir höfðu 382 kg af jarðvegi og grjóti með sér aftur til jarðarinnar.

Sovétmönnum tókst þrisvar að sækja jarðvegssýni til tunglsins, í síðasta sinn 1976 en þá kom Luna 24 með 170,1 gram til jarðarinnar.

Kínverjar ætla að reyna að flytja 2 kg til jarðarinnar en geimfar þeirra á að lenda á Oceanus Procellarum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir