1 C
Grindavik
17. janúar, 2021

Kjartan Henry spilaði í tapi – Raggi Sig og Ágúst á bekknum

Skyldulesning

Köbenhavn tók á móti Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna.

Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Horsens og spilaði fyrstu 77. mínútur leiksins.

Mörk Köbenhavn voru skoruð á 25. og 27. mínútu. Þar voru að verki Zeca og Rasmus Falk Jensen.

Ragnar Sigurðsson var ónotaður varamaður hjá Köbenhavn og Ágúst Eðvald Hlynsson var sömuleiðis ónotaður varamaður hjá Horsens.

Köbenhavn er í fimmta sæti með 16 stig og Horsens er í 11. sæti með sex stig.

Köbenhavn 2 – 0 Horsens


1-0 Zeca (25′)


2-0 Rasmus Falk Jensen (27′)

Innlendar Fréttir