5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Kjóladagatal íslenskra kvenna slær í gegn – „Ert þú memm?“

Skyldulesning

Matarbloggarinn og þokkagyðjan Berglind Guðmundsdóttir oftast kennd við síðu sína Gulur, rauður, grænn og salt  er ekki bara gyðja í eldhúsinu heldur þykir hún ákaflega lekker til fara og á mikið af fallegum kjólum. Berglind birti í gær færslu á facebook síðu sinni þar sem hún hvetur fólk til þess að klæðast kjólum í desember.

„ 1. des 2020  Það er kominn tími til að fara úr víða joggaranum og troða sér í kjólinn. Alla daga fram að jólum ætlum við að klæða okkur í fallegu kjólana sem liggja óhreyfðir inn í skáp og glæða þá lífi. Gerum það sem við getum til að hafa það skemmtilegt í desember  Ert þú memm?“

Í samtali við DV segir Berglind sem er mikil kjólakona og óhrædd við liti að uppáhaldskjólinn sem stendur sé pallíetukjóll sem hún keypti nýverið í HM. „Hann er svakalega mikið „bling“. Palliettukjóllinn verður líklega jólakjóllinn í ár enda oboðslega hátíðlegur. Það er að minnsta kosti planið núna, svo sjáum við hvað gerist.,“ segir Berglind og hlær.

Hún á enga uppáhalds kjólaverslun og segir að leiðangrar þar sem praktískur fatnaður sé á innkaupalistanum endi oft með öðru móti. „Það er nú samt ansi oft þannig að ég ætla að kaupa mér praktískan fatnað eins og hlýja peysu eða vettlinga en fer út með kjól. Því meira bling því betra. En auðvitað alls ekki skynsamlegt. Nema ef mér verður boðið á Óskarinn. Þá er ég að minnsta tilbúin,“ segir eldhúsgyðjan.

„Fallegir kjólar veit mér gleði og mér finnst gaman að klæða mig upp. Þar sem að það gefast ekki mörg tækifæri til þess á þessum tímum, þá fannst mér tilvalið að búa það til. Kjóladagatalið getur dimmu í dagsljós breytt eða að minnsta kosti kallað fram bros,“ segir Berglind sem mun fagna jólunum með sínu bjarta brosi og pallíetttum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir