Kjóstu besta leikmann apríl – Vísir

0
123

Kjóstu besta leikmann apríl Lesendur Vísis geta nú valið um það hvaða leikmaður skaraði fram úr í Bestu deild karla í fótbolta í fyrsta mánuði leiktíðarinnar, apríl.

Sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport hafa valið sex bestu leikmenn aprílmánaðar en það er nú í höndum lesenda Vísis að skera úr um það hver þeirra var bestur.

Klippa: Stúkan: Hver var bestur í apríl?

Tilkynnt verður um sigurvegara í næsta þætti Stúkunnar sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 á fimmtudagskvöld, strax að loknum grannaslag Stjörnunnar og Breiðabliks, og leik Víkings og Keflavíkur.

Þrír úr Víkingi tilnefndir Þrír leikmenn Víkings eru tilnefndir en liðið trónir á toppi Bestu deildarinnar með fullt hús stiga og hefur enn ekki fengið á sig mark. Það eru þeir Oliver Ekroth, Logi Tómasson og Birnir Snær Ingason.

Örvar Eggertsson úr HK, sem skoraði í öllum fjórum umferðunum í apríl, er einnig tilnefndur sem og Stefán Ingi Sigurðarson úr Breiðabliki, sem er markahæstur í deildinni með fimm mörk. Sjötti maðurinn sem er tilnefndur er svo Frederik Schram, markvörður Vals.