3 C
Grindavik
1. mars, 2021

Kjötsala og útflutningur hrossa.

Skyldulesning

Hér er greint frá því að um fjórðungs samdráttur hafi orðið í sölu á kindakjöti frá afurðastöðvum milli sama mánaðar fyrra árs.

Samdráttur í öðrum kjöttegundum er mun minni og umtalsverð aukning er í sölu á svínakjöti og hrossakjöti. Salan á hrossakjöti hefur verið lítil að magni til, þannig að söluaukningin í kílóum talið er ef til vill ekki mjög mikil.

Líklegt er að tölurnar séu marktækar, nema að verið gæti að heimaslátrun og sala framhjá opinberu dreifingarkerfi spili inn í hvað varðar kindakjötið.

Talsverðum áróðri hefur verið haldið á lofti um ágæti þess að slátra ,,heima“ og ,,selja beint frá býli“ og vel getur verið að það hafi virkað hvetjandi til slíkra vinnubragða.

Vitað er að það hefur verið gert í einhverjum mæli undanfarin ár; að fjárhúsum, skemmum og o.s.frv. hafi verið breytt í ,,sauðfjársláturhús“.

Freistingin er til staðar þegar hart er í ári, verð eru lág og útflutningsmöguleikar í raun engir án ríkisstuðnings.

Síðan má ekki gleyma því að bændum er heimilt að slátra ,,heima“ til eigin nota og við vitum sem þekkjum til, að ,,eigin not“ er teygjanlegt hugtak líkt og strax- (ið) fræga.

Góðu fréttirnar eru þær að bullandi uppgangur er í sölu á hrossum til annarra landa, sem skila góðum tekjum til þeirra sem selja og útflutningstekjum til þjóðfélagsins.


Innlendar Fréttir