Klaufagangur United – Voru miklu betri en skoruðu tvö sjálfsmörk undir lokin – DV

0
154

Manchester United er í vondum málum eftir 2-2 jafntefli gegn Sevilla í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Marcel Sabitzer skoraði bæði mörk United í fyrri hálfleik en United fékk nokkurn fjölda af góðum færum til þess að skora í leiknum. U

United fékk nokkurn fjölda af færum til þess að skora fleiri mörk en var refsað fyrir það undir lok leiksins þegar Tyrel Malacia skoraði sjálfsmark. Harry Maguire skoraði svo annað sjálfsmark skömmu síðar.

Lisandro Martinez fór meiddur af velli skömmu fyrir seinna markið og lék United þá manni færri.

Í öðrum leikjum vann Juventus fínan sigur á Sporting Lisbon þar sem Federico Gatti skoraði eina markið. Fyrr í kvöld hafði Feyenoord unnið 1-0 sigur á Roma.

Úrslit kvöldsins:
Leverkusen 1 – 1 St. Gilloise
Juventus 1 – 0 Sporting Lisbon
Man Utd 2 – 2 Sevilla

Enski boltinn á 433 er í boði