5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Klemmdi mann með vörubifreið eftir rifrildi

Skyldulesning

Héraðsdómur Reykjaness.

Héraðsdómur Reykjaness.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Karlmaður hefur verið fundinn sekur um líkamsárás gegn öðrum manni með því að hafa klemmt hann á milli vörubifreiðar sem hinn seki var ökumaður að og sendibifreiðar sem hinn var á. Höfðu mennirnir rifist stuttu áður þar sem sá sem klemmdist milli bifreiðanna hafði meðal annars hótað hinum lífláti.

Samkvæmt dóminum voru mennirnir á bifreiðunum og hóf sá sem dæmdur var í málinu, vörubílstjórinn, að öskra á hinn. Sá hinn „svart og sturlast“ og fóru þeir svo að rífast. Stökk sá sem varð fyrir árásinni út úr sendibílnum sem hann var á og öskraði á vörubílstjórann.

Hótaði vörubílstjóranum lífláti

Meðal gagna í málinu er meðal annars símtal þar sem vörubílstjórinn hringir í Neyðarlínuna og óskar eftir aðstoð lögreglu þar sem hinn maðurinn sé að ráðast að sér og hóti sér lífláti. Kemur fram í dóminum að af upptökunni megi ráða að vörubílstjóranum hafi staðið ógn af hinum.

Í framhaldi af þessu virðsit vörubílstjórinn hafa ekið bifreiðinni hægt upp að þeim sem úti var og klemmt hann á milli bifreiðanna með þeim afleiðingum að sá sem úti var hlaut mjúkpartaáverka á baki, mar á hendi og hné. Játaði vörubílstjórinn skýlaust fyrir dómi að hafa brotið af sér á þennan hátt.

Þó að ekki hafi verið um alvarlega áverka að ræða og búist sé við fullum bata er tekið fram í dóminum að háttsemin, þar sem maður er klemmur milli tveggja stórra bifreiða, hefði hæglega getað valdið manninum meira líkamstjóni en raunin varð.

Vörubílstjórinn hafði ekki áður sætt refsingar og þótti rétt að dæma hann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða þeim sem klemmdist 400 þúsund krónur auk málskostnaðar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir