1 C
Grindavik
27. nóvember, 2020

Klettsháls er meira lokaður heldur en Hálsarnir.

Skyldulesning

Það á ekki að koma á óvart hve oft vegurinn um Klettsháls er lokaður. 

Það kom til dæmis vel í ljós í langvinnu norðanhreti sem gerði fyrir jól fyrir nokkrum árum. Þá voru fjallvegir á öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum til Austfjarða lokaðir mestan part og Klettsháls og Kleifaheiði voru ögn skárri. 

Hálsarnir þrír í Gufudalssveit voru hins vegar opnir alla daga nema einn, enda þótt þeir hafi, eins og Dynjandisheiði verið að mestu í sama horfi í meira en sjötíu ár án bundins slitlags. 

Raunar er hæpið að flokka Ódrjúgsháls sem fjallveg, því að þar nær vegurinn aðeins 160 metra hæð yfir sjó, aðeins 15 metrum hærra en Vatnsendahvarf hér syðra.

Hvaða meginbreyting á vegstæði þarna um sem til greina kemur, felst í því að losna við eina slæma og bratta beygju í austanverðum hálsinum og afnema brattar og krókóttar brekkur við Krossgil á vestanverðum hálsinsum. 

Vegurinn um Klettsháls var lagaður mikið þegar bundið slitlag var sett á hann, og því er ekki hægt að laga hann neitt að ráði.  


Innlendar Fréttir