1.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Klopp áhugasamur um ungstirni Barcelona sem neitar að skrifa undir nýjan samning

Skyldulesning

Hinn 17 ára gamli Gavi, miðjumaður Barcelona, hefur hafnað tilboði um að framlengja samningi sínum við félagið. Þetta er í þriðja sinn sem Gavi hafnar Barcelona.

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er mjög áhugasamur um Gavi sem á aðeins 18 mánuði eftir af samingi sínum við spænsku risana.

El Nacional greindi frá því í janúar að Liverpool vildi bjóða unglingnum 80 þúsund pund á viku sem og 8 milljónir fyrir að skrifa undir samning við enska liðið.

Sport og Marca greina frá því að Gavi hafi hafnað þriðja samningatilboði félagsins. Marca segir einnig frá því að umrætt tilboð eigi ekki eftir að hækka vegna fjárhagsaðstæðna.

Gavi gekk til liðs við Börsunga árið 2015 þegar hann var 11 ára gamall og skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamninginn árið 2020. Hann hefur leikið 36 leiki fyrir Barcelona og skorað í þeim tvö mörk og gefið fimm stoðsendingar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir