2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Klopp: Ein af okkar bestu frammistöðum

Skyldulesning

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði frammistöðu sinna manna í 3-2 sigrinum gegn Manchester City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í gær eina af bestu frammistöðum Liverpool síðan Þjóðverjinn tók við stjórnvölunum.

Liverpool leiddi 3-0 í hálfleik en City menn klóruðu í bakkann með tveimur mörkum í síðari hálfleik og lokatölur 3-2.

Fyrri hálfleikurinn var einn sá besti sem við höfum spilað,“ sagði Klopp í viðtali eftir leik. „Við gerðum allt rétt, við skoruðum á réttu augnablikunum. Við vorum stórkostlegir. Ég naut hverrar sekúndu.“

City byrjaði seinni hálfeikinn á marki og leikurinn opnaðist í kjölfarið. Það eru svo ótrúleg gæði í City liðinu. Við berum mikla virðingu fyrir þeim og það er svo erfitt að vinna þá. En við eigum alltaf möguleika með þessa stráka í klefanum.

Liðin gerðu 2-2 jafntefli á Ethiad vellinum í ensku úrvalsdeildinni fyrir viku síðan og eru í harðri baráttu um enska meistaratitilinn en City er einu stigi á undan Liverpool þegar sjö umferðir eru eftir.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir