8.4 C
Grindavik
14. júní, 2021

Klopp gefst upp á því að tuða

Skyldulesning

Jurgen Klopp stjóri Liverpool hefur gefist upp á því að tuða yfir álagi á lið sitt og annara í ensku úrvalsdeildinni. Klopp hefur síðustu vikur látið í sér heyra og kvartað undan álagi.

Hann hefur beint spjótum sínum að sjónvarpsstöðvunum sem fá að velja leiktíma, Liverpool mætir Brighton í hádeginu á morgun eftir leik í Meistaradeildinni á miðvikudag.

„Ég hef sagt mitt, hvað sem ég segi virðist það engu breyta. Ég er hættur að tala, þetta breytir engu. Ég er bara að eyða tíma í vitleysu,“ sagði Klopp.

„Ég vil ekki búa til fyrirsagnir, ég hef rætt hlutina almennt. Þetta er almennt vandamál. Núna eigum við leik á morgun, þetta er ekkert vandamál. Ég hef ekkert með þetta að gera.“

Klopp hefur ítrekað látið í sér heyra en hér að neðan má sjá eina af þrumuræðum hans.

Jurgen Klopp on injuries and the broadcasting schedule.

This part of his interview wasn’t aired by Sky, probably because he was speaking absolute facts.

Well in, Jurgen! pic.twitter.com/lrW50IycIV

— Watch LFC (@Watch_LFC) November 22, 2020

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir