10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Klopp hefur ekki svarið við þessari spurningu um Thiago

Skyldulesning

Það er algjörlega óljóst hvenær Thiago Alcantara getur byrjað að spila aftur með Liverpool en hann hefur ekki spilað í rúman mánuð.

Thiago gekk til liðs við Liverpool frá FC Bayern í sumar en hann hafði meiðst nokkuð reglulega hjá þýska stórveldinu.

Thiago meiddist í grannaslag gegn Everton en hann hefur aðeins leikið tvo deildarleiki á þessu tímabili.

„Ef ég er alveg heiðarlegur, þá hef ég enga hugmynd um það hvenær Thiago verður leikfær,“ sagði Jurgen Klopp fyrir leikinn við Atalanta í Meistaradeildinni í kvöld.

Klopp átti von á Thiago á æfingu í gær en hann var ekki klár. „Þetta kemur mér á óvart eins og ykkur, ég átti von á honum á æfingu í morgun (í gær) en eftir fund með læknaliðinu þá fékk ég að vita hann væri ekki klár.“

„Ég veit að þetta eru ekki einhverjir mánuðir í að hann geti spilað en ég veit ekki neina dagsetningu.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir