1 C
Grindavik
17. janúar, 2021

Klopp heldur áfram baráttu sinni og nú svrara hann Neville

Skyldulesning

Jurgen Klopp stjóri Liverpool gengur hvað harðast fram í því á Englandi að enska úrvalsdeildin taki upp fimm skiptingar á nýjan leik. Englendingar völdu að hafa ekki fimm skiptingar í deildinni eins og í vor.

Klopp hefur mikið látið í sér heyra um álag á leikmönnum síðustu vikurnar og í dag ákvað hann að svara Gary Neville.

Neville telur að Klopp vilji fá fimm skiptingar til að fá aukið forskot, ensku liðin kusu um málið og vildu lið í neðri hlutum ekki fá fimm skiptingar. Þau töldu það auka forskot fyrir betri liðin sem hafa fleiri gæða leikmenn.

„Gary Neville sagði eitthvað en þetta snýst ekkert um Liverpool. Hann á ekki að halda að ég sé eins og hann, ég er ekki eins og Neville. Ég tala um alla leikmenn, ekki bara Liverpool leikmenn,“ sagði Klopp.

„Þetta snýst um alla leikmenn og álagið, ekkert annnað. Ég vil ekkert forskot, til að eiga við COVID ástandið þá er þetta besta leiðin. Við getum ekki neitað því.“

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir