5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Klopp: Í dag var það stóra táin

Skyldulesning

Jürgen Klopp ræðir við Stuart Attwell og aðstoðardómara hans í …

Jürgen Klopp ræðir við Stuart Attwell og aðstoðardómara hans í leikslok.

AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var afar svekktur í viðtali við fjölmiðlamenn eftir 1:1-jafntefli liðsins gegn Brighton í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar á Falmer-vellinum í Brighton í gær.

Liverpool skoraði þrjú mörk í leiknum en tvö þeirra voru dæmd af vegna rangstöðu. Brighton jafnaði svo metin með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Stuart Attwell, dómari leiksins, hafði skoðað atvikið vel í gegnum varsjánna.

„Við erum vanir því að handakrikinn sé fyrir innan og í dag var það stóra táin,“ sagði Klopp í samtali við BT Sport.

„Svona er þetta bara og ég held að þessar ákvarðanir hafi verið réttar svo það komi nú fram. Þið eruð að reyna búa til fyrirsagnir og allt í góðu en þetta var ekki vítaspyrna. Dómarinn þurfti að horfa á atvikið aftur til að dæma víti og það var dómarinn sem gaf þetta víti.

Ég er virkilega stoltur af mínu liði eftir þennan leik. Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleik þar sem að við vorum að spila með nánast nýja varnarlínu. Við löguðum það í seinni hálfleik en þá vorum við í smá vandræðum með ákefðina og kraftinn. 

Við skorum þrjú frábær mörk. Markið hjá Salah var frábært samspil og við gerðum allt rétt í aukaspyrnunni sem Mané skoraði eftir en þetta var ekki okkar dagur. Svona er fótboltinn stundum og það getur vissulega verið erfitt að taka þessu.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir