7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Klopp með slæm tíðindi af Thiago Alcantara

Skyldulesning

Það er talsvert í það að Thiago Alcantara miðjumaður Liverpool verði klár í slaginn vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann.

Thiago kom til Liverpool í sumar frá FC Bayern og hefur aðeins náð að spila tvo deildarleiki. Hann meiddist gegn Everton í október en hefur ekki náð að koma til baka.

Thiago hefur mætt á æfingar við og við en ekki getað haldið áfram og komið sér út á völlinn á leikdegi. „Þetta voru mjög slæm meiðsli sem hann hlaut gegn Everton, hann æfði við og við en getur ekki æft núna,“ sagði Jurgen Klopp á fréttamannafundi í dag.

Getty Images

„Við höfum áttað okkur á því að þetta var slæmt og hann þarf að taka nokkur skref til viðbótar, þetta verða nokkar vikur í viðbót.“

Óvíst er hvort Thiago geti spilað með Liverpool í kringum jólin þegar þétt verður spilað.

Klopp says he has to clarify on Thiago and it’s bad news:

„After Everton it was a really bad injury. He trained from time to time but not in the moment. We realise it was a really big impact on the knee and he has to take a few more steps, and it will take a few weeks.“ #LFC

— David Maddock (@MaddockMirror) November 30, 2020

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir