7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Klopp og Mourinho bítast um toppsætið

Skyldulesning

Liverpool getur náð efsta sætinu í dag.

Liverpool getur náð efsta sætinu í dag.

AFP

Fimm leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og verða lið á toppi og á botni deildarinnar í eldlínunni. Liverpool og Tottenham leika bæði, en þau eru fyrir daginn bæði með 24 stig og í tveimur efstu sætunum.

Tottenham heimsækir Selhurst Park klukkan 14:15 en Crystal Palace hefur aðeins unnið einn af síðustu þremur leikjum sínum og er í 13. sæti með 16 stig. Tottenham hefur ekki tapað síðan í 1. umferðinni gegn Everton.

Strax í kjölfarið mætast Fulham og Liverpool á Craven Cottage. Nýliðarnir í Fulham eru í 17. sæti með sjö stig og Liverpool því mun sigurstranglegra. Fulham hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum en Liverpool hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu.

Þá mætast Arsenal og Burnley klukkan 19:15 á Emirates-velli Arsenal. Fari svo að Burnley fagni sigri er Arsenal komið í fallbaráttu en lærisveinar Mikels Arteta eru í 15. sæti með 13 stig. Burnley er í 18. sæti með sex stig og getur farið upp úr fallsæti með sigri. Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið að glíma við meiðsli og er ólíklegt að hann leiki með Burnley.

Dagskrá dagsins í ensku úrvalsdeildinni:

12:00 Southampton – Sheffield United

14:15 Crystal Palace – Tottenham

16:30 Fulham – Liverpool

19:15 Arsenal – Burnley

19:15 Leicester – Brighton

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir