4.3 C
Grindavik
22. september, 2021

Klopp pirraður: „Veit ekki hvort við endum tímabilið með ellefu menn“

Skyldulesning

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Liverpool, hefur áhyggjur af miklu leikjaálagi og segist ekki vita hvort hann nái í lið undir lok tímabilsins.

Þjóðverjinn hvetur rétthafa ensku úrvalsdeildarinnar, Sky Sports og BT Sport, til að ræða saman um leikjadagskrána og laga hana til að leikmenn deildarinnar brenni ekki út.

„Allir segja mér að þetta sé erfitt en þetta er aðallega erfitt fyrir leikmennina. Hitt er bara ákvörðun sem er tekin við skrifborð á skrifstofu,“ sagði Klopp við Sky Sports eftir 3-0 sigur Liverpool á Leicester City í fyrradag.

„Ef þið talið ekki við BT erum við búnir að vera. Þið verðið að tala saman. Ef við höldum áfram að spila á miðvikudegi og svo í hádeginu á laugardegi er ég ekki viss um að við endum tímabilið með ellefu leikmenn.“

Klopp segir að sjónvarpsstöðvarnar verði að vera sveigjanlegar á tímum sem þessum.

„Ef einhver segir mér aftur frá samningunum brjálast ég. Samningarnir voru ekki gerðir fyrir covid-tímabil. Allir aðlaga sig að breyttum aðstæðum en sjónvarpsstöðvarnar segja bara nei og halda sig við upprunanlegu áætlunina. Allt hefur hefur breyst. Allur heimurinn hefur breyst,“ sagði Klopp.

Mikil meiðsli hafa herjað á Liverpool á þessu tímabili og fjölmargir leikmenn eru á sjúkralistanum. Það hefur þó ekki komið niður á árangrinum, allavega enn sem komið er. Liverpool er jafnt Tottenham að stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeild Evrópu.

Næsti leikur Liverpool er gegn Atalanta í Meistaradeildinni á Anfield annað kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir