2 C
Grindavik
15. maí, 2021

Klopp talinn líklegastur til að hætta

Skyldulesning

Jürgen Klopp fylgist með sínum mönnum í leiknum gegn Leeds …

Jürgen Klopp fylgist með sínum mönnum í leiknum gegn Leeds í gærkvöld.

AFP

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool er nú talinn líklegastur allra til að hætta störfum eða vera rekinn úr starfi í ensku úrvalsdeildinni í kjölfarið á tilkynningunni um stofnun evrópsku ofurdeildarinnar og viðbrögðunum við henni.

Veðbankar á Englandi hafa sett Klopp efstan á blað, samkvæmt Daily Mail, vegna þess að hann sagði í viðtali eftir leik Liverpool og Leeds í gærkvöld að hann myndi reyna að leysa málið. Þau orð hans voru aldrei birt á heimasíðu Liverpool í kjölfar leiksins og fyrir vikið eru nú uppi raddir um að síðan hafi verið ritskoðuð.

Þá segir þýska blaðið Bild að mikill órói sé innan Liverpool vegna málsins og félagið sé nú á báðum áttum um hvort það eigi að halda sínu striki og taka þátt í ofurdeildinni eða hætta við vegna gríðarlegra mótmæla stuðningsmanna félagsins.

Daily Mail segir að forráðamenn bæði Manchester City og Chelsea séu líka á báðum áttum vegna viðbragðanna heima fyrir og gætu endurskoðað afstöðu sína til deildarinnar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir