3 C
Grindavik
7. maí, 2021

Klúður í verksmiðju tefur bóluefni Johnson & Johnson

Skyldulesning

Um fimmtán milljónir skammta af bóluefni Johnson & Johnson gegn kórónuveirunni eru sagðir hafa eyðilagst þegar starfsmenn í verksmiðju í Baltimore rugluðu saman innihaldsefnum fyrir nokkrum vikum. Klúðrið er sagt tefja afhendingu á bóluefninu.

Framleiðsla verksmiðju fyrirtækisins Emergent BioSolutions verður ekki afhent kaupendum í Bandaríkjunum fyrr en lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna hefur lokið úttekt sinni á mistökunum, að sögn New York Times.

Þau hafa ekki áhrif á skammta sem hefur þegar verið dreift og notaðir vestanhafs. Þeir skammtar voru framleiddir í Hollandi. Senda átti tugi milljóna skammta frá verksmiðjunni í Baltimore út á næstu vikum en útlit er fyrir að það tefjist á meðan gæðaeftirlit stendur yfir.

AP-fréttastofan segir að Johnson & Johnson hafi lofað að afhenda bandarísku alríkisstjórninni tuttugu milljónir skammta af bóluefninu fyrir lok þessa mánaðar og áttatíu milljónir til viðbótar fyrir lok maí. Fyrirtækið segir nú að það stefni enn að því að ná markmiðinu og afhenda hundrað milljónir skammta fyrir lok júní.

Fyrir lok þessa árs stefnir Johnson & Johnson á að dreifa meira en milljarði skammta af bóluefninu á heimsvísu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir