0 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Knattspyrnugoðsögn látin 72 ára að aldri

Skyldulesning

Knattspyrnugoðsögnin Ray Clemence er látinn, 72 ára að aldri. Clemence er einna þekktastur fyrir að hafa spilað með Liverpool og enska landsliðinu. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu en fjölmiðlar á Englandi hafa vakið athygli á því.

Clemence lætur eftir sig eiginkonu sína, Veronica, dætur sínar tvær, Julie og Sarah, og son sinn, Stephen, sem er fyrrum leikmaður Tottenham og núverandi þjálfari Newcastle. „Það hryggir okkur að tilkynna að Ray Clemence lést í dag, umkringdur fjölskyldu sinni,“ segir í tilkynningu frá fjölskyldunni. „Eftir að hafa barist hart þá er hann nú friður með honum,“ segir enn fremur en Clemence barðist við ristilkrabbamein.

Clemence lék með Scunthorpe, Liverpool og Tottenham á 23 ára löngum ferli sínum. Hann lék 61 leik með enska landsliðinu og var fyrirliði liðsins í mörgum þeirra. Eftir að hann hætti í fótbolta þjálfaði hann Tottenham og Barnet. Flestir muna þó eftir honum sem þjálfara hjá enska landsliðshópnum.

Fjölmargir hafa vottað fjölskyldu hans samúð sína í dag. Þeirra á meðal eru Jamie Carragher, David James og Ian Rush en sá síðastnefndi spilaði með Clemence. „Hann var augu mín og eyru sem liðsfélagi og þvílíkur markmaður sem hann var,“ sagði Rush.

Innlendar Fréttir