Knattspyrnuparið nefnir soninn – Vísir

0
187

Lífið

Knattspyrnuparið nefnir soninn Fanndís og Eyjólfur seldu íbúðina sína í Kópavogi nýverið. Instagram Knattspyrnuparið Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson nefndu son sinn við hátíðlega athöfn á dögunum. 

„Nökkvi Eyjólfsson,“ skrifar Fanndís við mynd af syninum prúðbúnum á samfélagsmiðlum. Auk þess má sjá fleiri myndir frá deginum af fjölskyldunni og afar glæsilegri köku með nafninu.

Nökkvi er annað barn parsins og kom í heiminn 1. mars. Fyrir eiga þau dótturina Elísu, sem varð tveggja ára í febrúar.

Fanndís spilaði síðast fyrir Val sumarið 2021. Hún var einnig leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og á 109 A-landsleiki að baki og spilaði einnig erlendis. 

Eyj­ólf­ur spilaði síðast með ÍR og á fimm A-landsliðleiki að baki. Fyrir það var hann erlendis, en hefur einnig spilað fyrir Fylki og Stjöruna. Í dag starfar hann sem afreksþjálfari elstu flokka karla hjá Breiðabliki.

Tengdar fréttir Knattspyrnupar eignaðist son Knattspyrnufókið Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson eignuðust fyrr í vikunni son. Þetta er þeirra annað barn en fyrir tveimur árum eignuðust þau dóttur. 

2. mars 2023 13:10

Fanndís tók fjögurra mánaða dóttur sína með út í Evrópuleikina Fanndís Friðriksdóttir og félagar hennar í Valsliðinu spila við þýska liðið Hoffenheim i fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í dag.

17. ágúst 2021 10:46

Fanndís og Eyjólfur eignuðust litla mús Knattspyrnuparið Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson eignuðust sitt fyrsta barn 1. febrúar.

3. febrúar 2021 13:35

Mest lesið
Fleiri fréttir Sjá meira Mest lesið
Tarot dagsins Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.