3 C
Grindavik
1. mars, 2021

Knattspyrnustjóri Aston Villa sýndi lipra takta í fyrri hálfleik – Fékk rautt í seinni hálfleik

Skyldulesning

Það má með sanni segja að Dean Smith, knattspyrnustjóri Aston Villa, hafi verið áberandi á hliðarlínunni er liðið tapaði 2-0 fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Myndband af atviki sem átti sér stað á 44. mínútu leiksins, fór eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Þar sýnir Smith, frábæra takta með móttöku á boltanum sem fór út fyrir hliðarlínu vallarins.

Móttaka sem Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City og fyrrum leikmaður Barcelona, hefur án efa verið heillaður af.

What a touch from Dean Smith pic.twitter.com/MQg5ApncJt

— Jack 🇧🇼👑 (@AgueroProp) January 20, 2021

Hlutirnir tóku hins vegar stefnu til hins verra fyrir Smith í seinni hálfleik. Bernardo Silva, leikmaður Manchester City, kom liðinu yfir með marki á 79. mínútu.

Dean Smith var í kjölfarið ekki sáttur og kvartaði sáran í dómurum leiksins þar sem hann vildi fá rangstöðu dæmda á leikmann Manchester City.

Hann fékk í kjölfarið að líta rauða spjaldið eftir að hafa lesið dómara leiksins, Jon Moss, pistilinn.

GettyImages

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir